Jörfi þakkar fyrir stuðning þinn við styrktarverkefni klúbbsins
04.12.2011Kiwanishreyfingin var stofnuð árið 1915 og hefur á síðari árum breiðst út um allan heim. Í dag eru félagar alls rúmlega 340.000 í 9.000 klúbbum, sem dreifðir eru um 74 þjóðlönd í öllum heimsálfum. Í Kiwanisklúbbnum Jörfa eru 32 félagar sem vinna saman í anda Kiwanishreyfingarinnar. Helstu fjáraflanir Jörfa eru sviðaveisla fyrsta vetrardag, sælgætissala fyrir jólin og blómasala með útkeyrslu á konudaginn.
Félagslífið er blómlegt, fundir tvisvar í mánuði yfir veturinn, gjarnan með fyrirlesara, gróðursetningarferð, sumarútilega og árshátíð Jörfa.
Jörfi heldur úti öflugri og lifandi heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með störfum klúbbsins og skoða myndir, eða hafa samband.