Kiwanisklúbburinn Jörfi                Facebokk síða  Jörfa

Pósthólf 9024 

129 Reykjavík

                                                      Kjörorð forseta: Margar hendur vinna létt verk

var stofnaður 28.mai 1975.

EO 229  K07990

Kt. 431178-0449

Móðurklúbbar Jörfa eru

Hekla og Elliði

Fyrsti forseti klúbbsins var Ævar Breiðfjörð

 

 

 10 ára afmælisrit

 

 

 Kiwanisklúbburinn Jörfi

Pósthólf 9024

129 Reykjavík

 

 

 

Félags og almennir fundir Jörfa verða haldnir að Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík (Hjálpræðisherinn)       

Fundartími : 18.00

Annan hvern mánudag kl. 18.00

 

Hin sex markmið Kiwanishreyfingarinnar:

A. Að láta andleg og mannleg verðmæti skipa æðri sess, en verðmæti af veraldlegum toga spunnin.

B. Stuðla ber að því að dagleg breytni manna á meðal byggist á hinni gullvægu reglu:

Eins og þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra.

C. Að beita sér fyrir bættum viðskiptaháttum, starfsháttum og félagslegri hegðun.

D. Að efla borgaralegar dyggðir með góðu fordæmi.

E. Að skapa, með stofnun Kiwanisklúbba, leiðir til þess að menn geti bundist varanlegum vináttuböndum og ósérhlífnir innt af höndum þjónustustörf og stuðlað að betra samfélagi.

F. Að vinna saman að mótun og eflingu heilbrigðs almenningsálits og göfugrar hugsjónastefnu, sem er

undirstaða aukinnar ráðvendni, bættrar stundvísi, vaxandi þjóðrækni og bræðralags.

 

Auðveldasta leiðin til að vera ánægður er að vera í Jörfa

Lesið þetta!

 

 

Hvernig var mér tekið ! 

Það er sérstök aðstaða að vera boðin þátttaka i félagsskap. Dálitill þrýstingur, dálitil forvitni, ánægja og spenningur og svo getur manni orðið talsvert um.

 

Þegar Gruko Marx var boðið að verða félagi í fínum félagsskap í Ameríku varð honum svo mikið um að hann sagði. "Ég aftek með öllu að verða félagi í félagi sem vill samþykkja mig sem félaga."

 

Þegar ég gekk í þennan klúbb, hafði ég í áratugi varist fimlega öllum tilraunum til að gera mig að fé­laga í hverskonar félagsskap og klúbbum. Eina félagið sem hafði tekist að lokka mig í sinar raðir var vinafélag Óperunnar. Fyrir því var gild ástæða, ég syng þannig að það fer vel á því að ég hlusti.

Við vorum sex sem gengum í klúbbinn á vordögum árið 2000. Ég sá auðvitað strax eftir þessu frum­hlaupi mínu, því þeir sem gerðust félagar samtímis mér voru genetískir Kiwanismenn ef svo má segja.  Þeir áttu hér vini frá gamalli tíð kollega og nágranna, jafnvel bernsku vini og bræður einhvers staðar í Kiwanishreyfmgunni.

   Atvinnu félagsskítur eins og ég átti að sjálfsögðu enga kunningja í félagi, hvað þá vini eða frændur. Þarna mundi ég standa eins og drumbur á miðju gólfi, mér hentar ekki að ganga með veggjum. Þegar klúbbfélögunum fyndist staðan orðin pínleg mundi einhver snúa sér að mér og reyna að brydda upp á umræðuefni svo mér fyndist ég svolítið númer, meðan hann skimaði eftir einhverjum sem hagt væri að koma í klípuna og sleppa sjálfur. Mér varð strax ljóst hvernig ég mundi afgreiða þetta mál.

 

En bíði menn. þótt þessir heiðursmenn þekktu mig litið og flestir ekkert var mér tekið sem einum úr hópnum. Það vill segja; Það var ekki verið að sleikja mig upp eða smjaðra fyrir mer. Menn hnikuðu sér til svo það yrði pláss fyrir mig líka i sófanum. Það var ekki rokið til að breyta um umræðuefni af því ég var kominn ókunnugur i hópinn, en bara tekinn með inn í samtalið sem auðvitað gat verið þannig að ókunnugur gæti lítið lagt þar til mála - annað en eyrun.

Ég varð félagi félaga minna á mínum forsendum og þeirra. Að sjálfsögðu var það mitt mál hvort ég vildi taka vináttu þessara manna, gerast félagi þeirra og spjalla við þá eins og þeir spjölluðu saman innbyrðis.

Eitt það fyrsta var að sýna nýju mönnunum Jörfasól með því að fara í fjölskylduútilegu vestur í Dali. Það rigndi. Það varð að flytja veislutjaldið upp a hól svo allt drukknaði ekki inni i tjaldinu. Auðvitað hvarflaði ekki að nokkrum manni að blanda drykki i þessu veðri, það gerðist af sjálfu sér. Það rigndi. Tjaldsamkvæmin blómstruðu. Ætti einver heitt á könnunni var veifað milli tjalda og þeir kaffilausu létu sig hafa það að synda i kaffisamkvæmi í næsta tjaldi.

Aftur þarna varð nýgræðingurinn var við þessa kröfulausu vináttu. Þú ert velkominn. Þú leggur þitt til á þinum forsendum. Sumir mynda vinahóp í klúbbnum og gera ýmislegt saman. Samt hef ég þá tilfinningu að eigi maður geð við þá ágætu heiðursmenn, þá er maður velkominn i hópinn.

 

Jörfafélagar vinna af snerpu og ná árangri og hafa gaman af. Þetta hafa aðrir klúbbar séð. Þeim þætti fengur i því að yfirtaka Jörfa eða sameinast honum. Það minnir á sögu frá þeim tíma þegar Eimskip keypti öll  landflutningafyrirtæki sem hagt var að krækja í og Samskip var ekki búið að ná  tangarhaldi á. Nú veit ég ekki hvort ég þori að nefna nöfn, því hér er allt loðið af Vestfirðingum, en sagan er ekki skemmandi fyrir nokkurn mann, er svolítið skemmtileg og hefur skýr skilaboð.

Smáfyrirtæki í vöruflutningum átti tvo vöruflutningabíla og gamla druslu, en hafði samt talsverð um­svif í flutningum til Ísafjarðar og Bolungavikur. Það kom maður að máli við eigandann og spurði hann um stöðu mála því Eimskip væri að ásælast fyrirtækið hans og vildi sameiningu hið fyrsta. Eigandinn svaraði að bragði að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að sameinast Eimskip, en - sagði 'ann  Hvar ætlar  Hörður Sigurgestsson þá að fara að vinna.

Klúbbfélagar hafa allir einhverjum skyldum að gegna. Þetta er ekki íþyngjandi starf og flest miða að því að gera starf klúbbsins skilvirk með góðum undirbúningi. Því fylgir að allir koma að einhverjum þáttum undirbúnings og framkvæmdar með beinum hætti sem nefndarmenn auk þess að sitja fundi klúbbsins. Enn og aftur veldur hver á heldur.

Þeir hafa lýst því félagar okkar hvað Kiwanishreyfingin er og gerir. Við göngum ekki um sníkjandi, en þegar við tökum að okkur verkefni, til dæmis eins og söfnun fyrir Krabbameinsfélagið her um árið, sölu K-Lykilsins  eða blómasöluna okkar Jörfamanna, fer ekki framhjá neinum að Jörfi er að safna fyrir einhverju máli sem Kiwanis styrkir með einum eða öðrum hætti. Hver eyrir fer til þess sem verið er að safna fyrir.

Þetta er það sýnilega, en Jörfafélagar vinna líka verkefni sem skapa tekjur í styrktarsjóð. Félagar hafa borið út tímarit, tekið upp og flutt trjáplöntur. Til stóð að fara i hvannarskurð i sumar. Menn fara i eggjatínslu fyrir sjálfa sig og til tekna fyrir styrktarsjóðinn i leiðinni, ef þeir brjóta þá ekki eggin. Þetta er á tíðum jafn mikið skemmtileg samvera góðra félaga eins og fjaröflun.

Á sunnudögum fara vaskir menn i gönguferðir ef þeir brj6ta þá ekki á sér lappirnar, farið er í sumarferð á hverju.-sumri,-haldin Þorrablót,-farið i leikhús og þannig fram eftir götunum.

Félagsskapur verður eins og félaganir gera hann sjálfir með persónuleika sinum og þátttöku i félags­starfinu. Á forsendum klúbbsins - á forsendum Kiwanishreyfingarinnar

 

Hvernig fór svo um þessa sex menn.

Einn fór að mennta sig og hafði ekki tíma aflögu. Annar er á Grænhöfðaeyjum. Tveir eru baráttumenn klúbbsins á félags- og fjármálasviðinu og eru óþreytandi fjártöflunnar og fjárgæslumenn klúbbsins. Enn einn lætur til sín taka í félagsstarfinu á skemmtilegu nótunum. Og svo ég - þið sjáið það sjálfir að hér er ég enn, ótilneyddur.

Jörfafélagi