Stefnumótun Kiwanisklúbbsins     Jörfa 2017 til 2022
Samþykkt á félagsmálafundi Jörfa þann 10.apríl 2017.
  
 
                                                         
 

 

Almennt

 

 

 

I. Inngangur.
Kiwanisklúbburinn Jörfi er íslenskur félagsskapur sem er og vill vera hluti af alþjóða Kiwanishreyfing–unni. Jörfi hefur haldið stærð sinni og yfirbragði um áraraðir með stöðugri þróun innri málefna til nútímalegri og betri vegar án byltinga og ágreinings. Mál sín leysir hann með samkomulagi og sam–stöðu félaganna.

 

Til að halda stöðu sinni þarf Jörfi að halda áfram að vera áhugaverður, skemmtilegur og að gera gagn. Þannig þarf Kiwanishreyfingin öll að vera. Góður klúbbur er félagsskapur manna sem vilja vera félagar  og hafa ánægju af því sem verið er að gera innan klúbbsins. Stefna og markmið eru gagnleg til þess að gera klúbbstarfið áhugavert og skemmtilegt.

 

 

 

II. Markmið.
Markmið Kiwanisklúbbsins Jörfa  er að  að styrkja og efla mannlega reisn félaganna og þeirra aðila í þjóðfélaginu sem klúbbfélagar hafa áhrif á. Starfið í Jörfa er gott en viðmiðið er að gera gott betra. Til að ná þeim árangri er hér sett fram áætlun, - stefnumótun , til fimm ára.

 

 

 

Sýnilegt starf Jörfa

 

 

 

Í þessum kafla verður fjallað um hina sýnilegu starfsemi Jörfa sem birtist á fundum og mannamótum.

 

 

 

III. Fundir.

 

Gera skal áætlun um fundi fyrir starfstímabilið og standa við fundaáætlunina. Annar hver fundur er félagsmálafundur. Stjórn og nefndir skulu sjá til þess að fundirnir hafi innihald sem er fundarins virði.

 

Almennir fundir eru fundir með fyrirlesara og skal Dagskrárnefnd undirbúa þá svo innihald þeirra verð áhugavert fyrir félagana.

 

Stjórnarfundir eru haldnir mánaðarlega,  með nefndaformönnum ef þurfa þykir.

 


IV. Fundir með þáttöku maka.

 

Stjórnarskiptafundur, fjölskyldufundur, jólafundur og stjórnarkjörsfundur eru konukvöld. Þessir fundir eiga að hafa umgjörð sem sýnir að félagar bera umhyggju fyrir maka sínum. Keppt er að því að þurrka hversdagsleikann af fundunum og velja fundarstaði og matseðla sem sýna að félagar leggja sig fram við undirbúning fundanna.

 

 

 

V. Heimsóknir í aðra klúbba - heimsóknir annara klúbba.

 

Forseti hefur samband við forseta þess klúbbs sem áhugi er á að heimsækja og hefur forgöngu um heimsóknir annara klúbba strax í byrjun starfstímabils. Hann getur falið Dagskrárnefnd að sjá um undirbúninginn.

 


VI. Aðrir viðburðir.

 

Styrkveitingar og fjáraflanir í styrktarsjóð Jörfa eru vinnufundir og félögum til ánægjuauka.

 

 

 

Jörfafélagar taka þátt í sameiginlegum verkefnum svæðis, umdæmis og Kiwanis Int.  Sum eru fastir liðir í starfi Kiwanis en önnur koma sem átaksverkefni.

 

 

 


VII. Félagafjöldi og aldurssamsetning.

 

Félagafjöldi Jörfa hefur löngum verið nærri 30 með litlum frávikum til eða frá. Klúbburinn virkar vel með þessum fjölda. Stefnan er því sú að halda stærðinni milli 30 og 35 félaga. Fjölgun í hreyfingunni á ekki og má ekki byggjast á því að þenja út klúbb sem gegnur vel.

 

 

 

Nýir félagar komi gjarnan úr kunningjahópi Jörfafélaga. Inntaka nýs félaga er háð því að enginn félagi klúbbsins sé andvígur inngöngunni.

 

Verði reynt að fjölga í Jörfa með yngri mönnum er vænlegt að fá hóp t.d. (5) manna, sem eru kunningjar og helst vinir, inn í klúbbinn saman. og helst skyldmenni, fjölskylduvinir eða kollegar.  Þannig myndast hópar innan klúbbsins sem hafa mismunandi grundvallar sýn, menn sem eru að ala upp ungviðið og þeir eldri sem hafa komið börnum sínum af höndum sér.

 

Jörfafélagar eru reiðubúnir að styðja við stofnun nýrra klúbba með yngri mönnum sem fá þá færi á að eldast saman í klúbbstarfinu.

 


VIII. Heimasíða.

 

Jörfi heldur úti öflugri heimasíðu á internetinu sem kynnir stöðugt það sem er að gerast í klúbbnum og nýtir sér samfélagsmiðla til þess m.a. Með tenglum á heimasíðunni er hægt að komast í samand við Umdæmið, aðra klúbba og  Kiwanis International  til fróðleiks fyrir félaga og aðra Kiwanismenn. Þessari miðlun þarf að halda ferskri og sívirkri.

 

 

 

Innra starf  - nefndir
 

 

Milli funda fer hið eiginlega starf klúbbsins fram. Það er unnið í nefndum og í daglegum samskiptum Jörfafélaga innbyrðis og útávið við annað Kiwanisfólk og aðila utan Kiwanishreyfingarinnar. Afrakstur þessa starfs birtist á fundunum, heimasíðunni og á sameiginlegum þingum og mannamótum. Styrkir, ferðalög og sameiginlegar skemmtisamkomur eiga sér upptök í þessu starfi.

 

 

 

IX. Erindisbréf nefnda.

 

Allar nefndir Jörfa starfa skv. erindisbréfi og eru þau hvert fyrir sig stefnumörkun fyrir viðkomandi nefnd og starf hennar. Erindisbréf fá: Dagskrárnefnd, Fjáröflunar og styrktarnefnd, Fjárhagsnefnd, Móttökunefnd, Makmiða-, félagsmála og laganefnd, Uppstillingarnefnd, Stjórnarkjörsnefnd, Skemmti-, ferða og ræktunarnefnd, Afmælis og heiðursgjafanefnd, Birgða og gagnavörslunefnd, Siðameistarar, Skoðunarmenn reikninga, Internet og fjölmiðlatenglar, Ljósmyndarar og Stjórnarskiptanefnd.

 

 

 

X. Vinnureglur Jörfa.
Vinnureglur sem gerðar eru leiðbeina um hvernig Jörfar standa að verki. Þær létta starfið svo ekki þurfi að leita eftir því hvort einhver muni hvernig gera skuli þetta eða hitt. Þetta gefur stöðugleika og jafna framkomu klúbbsins við félaga og gagnvart utanaðkomandi aðilum og kemur í veg fyrir mismunun fyrir klaufaskap og ókunnugleika. Vinnureglurnar eru ekki óumbreytanlegt skjal svo þeim þarf Stjórn og Markmiðanefnd að sinna reglulega.

 

 

 

XI. Lög Kiwanisklúbbsins Jörfa.
Jörfi starfar samkvæmt lögum Kiwanisklúbba sem KI hefur sett.  

 

 

 

XII. Fundagerðir og skýrslur
Nefndir eiga að skrá fundargerð fyrir hvern fund sem haldinn er.  Núorðið eru mörg mál afgreidd með tölvupósti. Þé er einfalt fyrir formann nefndar að safna saman því sem farið hefur á milli og gera úr því rafræna fundargerðarbók, skjal sem geymt er á heimasíðu Jörfa. Síðurnar má svo prenta út og líma í eina bók, fundargerðarbók nefndarinnar. Nefndir skila skýrslum til forseta tvisvar sinnum á ári og eru þær skýrslur samantekt sem geyma á í fundagerðarsvæði nefndarinnar og í gögnum klúbbsins (forseta/ritara).

 

 

 

XIII. Skýrsla Jörfa til svæðisráðsfundar.
Jörfi tekur þátt í öllum svæðisráðsfundum Freyjusvæðis og skilar þar skýrslu um starf klúbbsins á tímabilinu frá síðasta svæðisráðsfundi.

 

 

 

XIV. Umdæmisþing.
Jörfi sendir alltaf þrjá fulltrúa á umdæmisþing.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Styrkur og veikleiki
 

 

XV. Styrkur Jörfa.

 

Styrkur klúbbsins felst í vináttu og samheldni félaganna. Mikil reynsla í starfi innan Kiwanishreyfinga–rinnar og áhugi reyndra félaga fyrir framgangi hennar léttir starf nýrri manna. Formleg stefnumörkun, vinnureglur, erindisbréf  og lög Jörfa eru hornsteinar starfsins.

 

 

 

XVI. Veikleiki.

 

Veikleiki Jörfa liggur í styrk hans. Hættan felst í því að vara sig ekki á þreytumerkjum. Gríðar sterkir klúbbar með miklar eignir og unga menn hafa hætt störfum vegna viljaleysis til að taka við embættum klúbbsins.

 

 

 

Jörfi framtíðarinnar

 

 

 

Í framtíðinni verður ekki spurt hvað Jörfi hafi verið heldur hvað hann sé og hvert hann stefni. Framtíð hans byggist á því hve áhugaverður hann þykki í samkeppninni við það sem stendur til boða -þá - . Viðburðir veki löngun félaga og eftir atvikum maka þeirra til að taka þátt. Þegar heim er komið finnist félaganum að tímanum hafi verið vel varið. Orðspor af ánægju vekur áhuga. Kunningjar Jörfafélaga fá áhuga á því að kynnast af eigin raun svo skemmtilegum félagsskap. Þá verður félagsskapurinn að standa undir væntingum - alltaf. Þannig haldast félagarnir líka í ifandi klúbbi.

 

Jörfi er klúbbur vináttu, vinnusemi og ánægju.