Sala á K-lykli 2024 
Nefndin  

Eyþór Kr. Einarsson formaður

Kiwanisklúbburinn: Eldey
Netfang: kdagur@kiwanis.is

 
 
K-lykill 2024 K-dagur verður haldinn 27 til 29 september en sótt verður um söluleyfi frá 24 september til 8 október

 

 Á umdæmisþingi í Keflavík síðastliðið haust stóð ný K-dags nefnd fyrir málstofu vegna K-dags 2024. Þar kynnti nefndin hugmyndir sínar um framkvæmd verkefnisins og í framhaldinu voru umræður þar sem m.a. var talað um aukið samstarf við klúbba og félaga við undirbúning og framkvæmd. Á þinginu sjálfu var síðan lögð fram og samþykkt tillaga um að næsti K-dagur yrði tileinkaður Einstökum börnum sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Frá þingi hefur nefndin verið í sambandi við klúbba til að upplýsa um framgang verkefnisins og fulltrúar nefndarinnar hafa mætt á svæðisráðsfundi í sama tilgangi. Einnig hefur verið óskað eftir því að klúbbar tilnefni fulltrúa sem tengiliða sína við nefndina.Búið er að hanna nýtt merki sem verður söluvara til almennings í stað lykilsins og fylgir mynd af því hér. Á umdæmisþingi lýsti formaður Styrktarsjóðs umdæmisins vilja til að styrkja Einstök börn um 1.000.000 kr. strax. Sá styrkur var afhentur fulltrúum Einstakra barna í húsakynnum félagsins við Ögurhvarf þann 27. september síðastliðinn. Fyrir tilstilli nefndarinnar hefur Reykjahlíð, leigusali Einstakra barna, ákveðið að styrkja félagið um 500.000 kr. Að minnsta kosti tveir klúbbar eru nú þegar búnir að styrkja Einstök börn rausnarlega. Elliði um 250.000 kr. og Hraunborg um 500.000 kr. til minningar um Svavar Svavarsson heitinn sem var nefndarmaður í K-dagsnefnd. Á alþjóðadegi barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni, 29. febrúar 2024, viljum við sýna hvað við erum öflug sjálf með því að afhenda styrk frá styrktarsjóðum klúbbanna. Margir klúbbar hafa tekið vel í beiðni um styrk og við skorum á fleiri að taka þátt. Markmiðið er að afhenda 2 milljónir á þessum sérstaka degi til Einstakra barna. Við skorum líka á félaga að styrkja persónulega! Á heimasíðu Einstakra barna, https://www. einstokborn.is/, er tengill með Kiwanismerkinu. Þar er hægt að styrkja með eingreiðslu eða mánaðarlegu framlagi. Framlög sem koma þessa leið eru frádráttarbær frá skatti þar sem Einstök börn eru almannaheillasamtök og verða merkt K-deginum okkar. Aðalmálið er svo auðvitað K-dagurinn sjálfur næsta haust. Búið er að sækja um söluleyfi og önnur forvinna er í gangi. Við treystum á að klúbbar og félagar verði með okkur í þessu verkefni og taki fullan þátt þannig að K-dagurinn 2024 verði okkur öllum til sóma og hjálpi Einstökum börnum sem allra mest

„Lykill að lífi“

 

www.einstokborn.is

 

  • söfnun mánaðarlegra styrktaraðila með Kiwanis

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu.