Andlát

05.09.2025
Látinn er góður Jörfafélagi. Sigursteinn Hjartarson lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 2.sept s.l á 85 aldursári. Hann hefur ekki verið með okkur síðastliðin ár vegna veikinda sinna, en hann var mjög virkur í starfi Jörfa. Gekk í klúbbinn árið 2000, var forseti 2005-6 og 2015-16, ritari 2002-3 og aftur 2009-10 . Hann var fyrirmyndarfélagi 2006-7 og 2011-12 og var sæmdur silfurstjörnu 2010. Auk þess sat hann í mörgum nefndum og hann á heiðurinn að vinnureglunum okkar.
Blessuð sé minning góðs félaga