Einstök börn fengu veglega gjöf afhenta

05.11.2024

Einstök börn fengu veglega gjöf afhenta í dag 3.nóv. en landssöfnun Kiwanis hreyfingarinnar í haust skilaði 45 milljónum til félagsins.

Einstök börn styðja börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og eru hátt í 800 fjölskyldur í félaginu. Meginmarkmið alþjóðlegu Kiwanishreyfingarinnar í dag er að bæta líf barna.

Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna, sagði þetta stærstu gjöf sem félagið hefði fengið.

„Þetta ferðalag hófst fyrir um rúmu ári síðan. Ég var nú klökkur á þeim tíma að Kiwanis skyldi velja Einstök börn til að verða sitt helsta verkefni. Ég er ekki síður klökkur í dag,“ sagði Guðmundur í þakkarræðu.

„Það er alveg ljóst að þessi styrkur er líka, ekki bara sá stærsti frá Kiwanis heldur er hann sá stærsti sem Einstökum börnum hefur borist. Þetta er ómetanlegt.“