Hjálmar - til öryggis í 20 ár

02.05.2024

Jörfi afhenti 376 hjálma í 9 skóla á höfuðborgarsvæðinu

Eimskip, í samstarfi við Kiwanishreyfingunna á Íslandi, afhendir hjálma til allra barna í 1. bekk á Íslandi. Samstarf Kiwanis og Eimskips hefur staðið yfir frá árinu 2004 og hafa verið afhentir yfir 85.000 hjálmar á þessum 20 árum.

Ein af megináherslum Eimskips er að stuðla að öryggi og forvörnum, hvort sem er í leik eða starfi. Hjálmaverkefnið eitt af þeim verkefnum þar sem Eimskip kemur góðu til leiðar með því að stuðla að öryggi barna í umferðinni.