Fundur Jörfa ásamt félögum í Freyjusvæði og styrkveiting

21.03.2023

Fundur nr. 832 hjá Kiwanisklúbbnum Jörfa. Við buðum Kiwanisfélögum í Freyjusvæðinu á fund með okkur. Fyrirlesari kvöldsins var Ingvar Viktorsson sem sagði skemmtisögur af mönnum í Hafnarfirði. Sigríður Rut Jónsdóttir mætti á fundinn fyrir hönd Hróa- Hattar barnavinafélags og tók á móti 500.000 króna peningagjöf frá Jörfa. Markmið félagsins er að stuðla að því að grunnþarfir og nauðsynjar barna séu uppfylltar  í grunnskólum landsins.