Andlát Péturs Sveinssonar

27.05.2022

Pétur Sveinsson fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 8. janúar 1941. Hann lést 12. maí 2022

Hann var í Jörfa frá 2004. Var Pétur sérlega öflugur og metnaðarfullur, einkum við fjáraflanir og sölu þess varnings sem þær byggðust á. Þá kom í ljós hversu víðtækt tengslanet Pétur átti og ekki síður hve margir vildu allt fyrir hann gera. Það sagði sína sögu um ævistarfið.

Við Jörfafélagar söknum góðs og öflugs félaga og vinar og sendum konu hans, Bjarneyju, börnum hans og fjölskyldu allri innilegar samúðarkveðjur og kveðjum góðan mann.