Fundur Jörfa nr. 809

18.10.2021

Forseti setti fund kl.18.00 og bauð félaga og gest velkomna til fundar.

Ræðumaður kvöldsins var Helgi Pétursson formaður LEB.

 

Eftir framsögu Helga sem var fróðleg í alla staði voru reikningar félagssjóðs og styrktar sjóðs lagðir fram og ræddir, voru þeir síðan bornir upp og samþykktir einróma. Þá var fjárhagsáætlun komandi starfsárs lögð fram og samþykkt.

Í tilefni af níræðs afmæli sínu þá gaf Leifur Ásgrímsson Kiwanisklúbbnum Jörfa myndalega fjárhæð til styrktar fátækum börnum í Hjálmaverkefni Jörfa.

Fundurinn var haldin í Náðhúsinu Nauthólsvegi 100 og verða fundir Jörfa haldnir þar í vetur.