Stjórnarfundur

27.11.2020

 Stjórn Kiwanisklúbbsins Jörfa hélt stjórnarfund með fjarfundarbúnaði föstudaginn 27.nóv. 2020.  Tókst hann nokkuð vel,  af 11 stjórnarmönnum tókst 9 að tengjast á Zoom-fundi  í tölvum þannig að þeir bæði sáust og heyrðu hver í öðrum.  Meira að segja tóku þeir félagar Friðjón og Gunnar lagið á nikkurnar öllum til óblandinnar ánægju. Þar var ákveðið að vegna  aðstæðna í þjóðfélaginu  yrði ekki af jólafundi og konukvöldi sem áformað var 11.desember.  Reynt yrði að boða til nýjársfagnaðar þegar  tækifæri gæfist og hættulítið væri vegna veirunnar. 

Upplýst var að Fjáröflunar - og styrktarnefnd hefði staðið fyrir söfnun og pökkun á jólasælgæti, alls 252 kössum og þeir hefðu allir selst nánast strax. Þá hefur nefndin hafið undirbúning á söfnun í matarkörfur til úthlutunar fyrir jólin eins og venjulega.