Félagsmálafundur Jörfa 4.mars.2019

05.03.2019

Þetta var hefðbundinn félagsmálafundur þar sem farið var yfir hin ýmsu mál er varðar starfsemi klúbbsins. Meðal annars farið yfir blómasöluna þar sem hagnaður var kr.266.270.

Þá samþykkti fundurinn tillögu frá fjáröflunar- og styrktar nefnd að veita styrk til barna í Kvennaathvarfinu um kr.300.000.. Rætt um K-dag, Evrópuþing og f. Farið yfir komandi Berlínarferð en þar mun Jörfi halda aðalfund sinn í ár.

Ákveðið að Jörfafélagar mæti til Mosfellsfélaga 27.mars n.k.

Haraldur Finnsson las upp sögu er hann ritaði í Jörfa Guddu en í þá bók rita félagar ýmsar sögur eða viðburði sem þeir hafa upplifað.