Almennur fundur Jörfa 18.02.2019
20.02.2019Þetta var fundur númer 784 með hefðbundinni dagskrá og fyrirlesara. Á fundinn mættu 6 félagar frá Kiwanisklúbbnum Mosfell. Fyrirlesari var Sigþrúður Guðmundsdóttir, sem var með erindi um Kvennaathvarfið og vandræðamál því tengdu, en þar er hennar starfsvettvangur. Þetta erindi hennar var mjög fróðlegt og í lokin svaraði hún fjölmörgum spurningum frá fundarmönnum.