Almennur fundur Jörfa 22.okt.2018

23.10.2018

Þetta var fundur númer 777 hjá Jörfa. Fundur hófst með borðhaldi  og síðan var hefðbundin dagskrá. Mættir voru 19 félagar og einn gestur6 höfðu boðað forföll. Friðjón Hallgrímsson kynnti fyrirlesara kvöldsins:

Fyrirlesarinn að þessu sinni er fæddur í Reykjavík 1957. Eftir hefðbundið nám hóf hún ung hið daglega brauðstrit. Hún vann hin ýmsu störf fram eftir æfinni og rúmlega þrítug hóf hún störf í Heilsuhúsinu. Fyrst sem stafsmaður á plani eins og sagt er en eftir þrjú ár var hún orðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Við það starfaði hún í 13 ár, eða þar til fyrirtækið var selt árið 2007. Þá tók við áfengis og vímuefnaráðgjöf hjá SÁÁ enda með mikla þekkingu á því hlutverki að vera aðstandandi fólks í áfengisvanda. Hún stofnaði síðan verslunina Minju við Skólavörðustíg, en árið 2009 venti hún sínu kvæði í kross og hóf nám við Háskóla Íslands. Það hafði setið á hakanum í eina þrjá áratugi. Í dag er hún fjölskyldufræðingur með B.A. gráðu í félagsráðgjöf og stundar nú meistaranám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Lokaverkefni Hafdísar í fjölskyldumeðferðarnáminu fjallaði um aldraða og fjölskyldur þeirra og hvernig fjölskyldumeðferð getur nýst fólki til bæta samskipti sín innan sem utan fjölskyldunnar. Hefur hún m.a. skoðað hvernig tengslamyndun í æsku hefur áhrif á samskipti á fullorðinsárum og að það sé aldrei of seint að vinna í sjálfum sér og samskiptum við aðra. Hún hefur víðtæka þekkingu á orsökum og afleiðingum meðvirkni og hefur haldið mörg námskeið og fyrirlestra um birtingarmyndir þess. Eins og áður hefur komið fram sinnti hún starfsnámi hjá SÁÁ sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á árunum 2007-2009 en hefur auk þess áralanga reynslu af rekstri fyrirtækja og mannauðsstjórnun. Við skulum bjóða velkomna Hafdísi Þorsteinsdóttur.

Hafdís flutti mjög gott erindi um mál aldraða, meðvirkni og samskipti innan fjölskyldna og í lokin svaraði hún fjölmörgum spurningu frá Jörfafélögum.

Forseti þakkaði Hafdísi og færði henni Jörfa fánann.

Ýmis önnur mál voru rædd áður en forseti sleit fundi.

Myndir hér