Vinnustaðafundur

15.02.2018

​ Frábær vinnustaðafundur Jörfafélaga haldinn hjá Össur sem var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.  Össur Kristinsson, sem stofnaði fyrirtækið, fann upp sérstakar hulsur fyrir gerfifætur sem olli byltingu og er enn framleiðsluleyndarmál fyrirtækisins sem nú er eitt af leiðandi stoðtækjafyrirtækjum  á heimsvísu.  

​ Hjá þvi starfar nú 3000 starfsmenn í 20 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins  og miðstöð þróunar eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði. ​  Metnaður   í vöruþróun  er mikill og einnig  starfsmannamálum  ljóst að fyrirtækið ber hróður Íslands vítt um heim. 

 

Myndir hér     

GHG