Formúluráðstefna laugardaginn 27.janúar 2018

28.01.2018

Eitt af markmiðum umdæmisins eins og fram kemur í nýrri stefnumótum er að efla, styrkja og viðhalda fjölda Kiwanisfélaga og ná því að fjölga félögum í 1.000 fyrir árið 2022.

Til þess að ná þessu markmiði ætlar umdæmið að virkja svokallað formúluverkefni. Þetta verkefni er alheimsverkefni Kiwanishreyfingarinnar sem hófst árið 2013 fyrst í Bandaríkjunum og síðar í Evrópu.   Verkefnið fékk heitið The Formula vegna þess að það byggist á því að það sé einhver formúla á bak við allt og formúlan á bak við framtíð og velgengni Kiwanishreyfingarinnar erum við félagarnir.    Það hefur sýnt sig að það hefur orðið fjölgun hjá þeim umdæmum sem hafa virkjað formúluverkefnið  og þess vegna ætlar Umdæmið Ísland – Færeyjar að feta í fótspor þeirra.

Til þess að það sé hægt þarf hópur fólks að koma að þessu verkefni:  

  •  Formúlutengiliður frá umdæminu ( formaður )   
  •  Tveir Formúlu ráðgjafar úr hverju svæði  
  •  Allir klúbbar með sinn Formúlu leiðtoga

Þarna voru mættir félagar frá flestum klúbbum á Íslandi. Vantaði aðeins félaga frá fjórum klúbbum.

Haukur Sveinbjörnsson var fundarstjóri.

Umdæmisstjóri Konráð Konráðsson setti ráðstefnuna.

Ávarp flutti kjör-Evrópuforseti, Óskar Guðjónsson

Þá flutti Ernest Schmid, ráðgjafi KI fyrir umdæmið erindi.

Rætt var um stefnumál klúbba og umdæmisins.

Þá kynnti Hjördís Harðardóttir Formúluverkefnið. 

Síðan fóru fram allskonar umræður og hópvinna um hin ýmsu aðferðir í sambandi við fjölgun og fl.

Ræðumaður kom á fundin og hélt bráðskemmtilegt og fróðlegt erindi.

Hann heitir Pálmar Ragnarsson hann er með BS,  í sálfræði og MS í viðskiptafræði.

Ræddi hann um jákvæð samskipti:

  1. Allir jafnir.  (allir eru jafnmikil vægir )
  2. Hlusta á viðkomandi
  3. Hrósa (breytir öllu í samskiptum)
  4. Kveikja áhuga

Jákvæðni-neikvæðni = áhrifin þau sömu á sinn hátt á menn og málefni.