Jörfafundur 754 20.febrúar 2017

03.03.2017
 

Forseti setti fund kl. 19: og bauð félaga velkomna.

23 félagar mættir. Guðjón frá afmælisnefnd sagði tvo félaga hafa bætt ári við aldur sinn frá síðasta fundi.  Hafsteinn Elíasson hefði orðið 38 ára og Haraldur Finnsson 75 ára.

Böðvar forseti fjallaði um gagnavörslu á rafrænu formi og gerði tilraun til að kenna félögum hvernig það gengi fyrir sig.  Niðurstaðan að með æfingu og leiðbeiningum ættu allir, sem á annað borð nota tölvu, að geta komist upp á lag með að nota þessa rafrænu gagnageymslu bæði til að setja inn í hana og leita að gögnum.

Frá stjórn og nefndum. 1.mars verður sameiginlegur fundur Freyjusvæðis í Ölveri þar sem fjallað verður um samstarf við JC.

Jón Jakob þakkaði fyrir félögum blómaafhendinuna og sérstaklega Baldri og Pétri fyrir aðstoð við flokkun og skipulag. Bernharð tók undir þetta og pantaði Pétur aftur sem hlaupastrák þar sem hann væri lifandi GPS-tæki.

Haraldur sagði frá umdæmisstjórnarfundi  þar sem afrakstur K-dagsins var afhentur Pieta samtökunum og BUGL sem fengu 9.5 milljónir króna hvor aðili.  Guðni Th. Jóhannesson og frú tóku þátt í afhendingunni. Guðni sem verndari K-dagsins og frú Elísa sem verndari Píeta samtakanna.

Hafsteinn Sigmundsson vakti athygli á stefnumótun Jörfa og Kiwanishreyfingarinnar.  Vakti athygli á hugmyndum um breytt umdæmisþing.

 

Myndir hér