Félagsmálafundur

30.01.2017

     Fundur nr. 753 í Kiwanisklúbbnum Jörfa. Haldinn að Bíldshöfða 12.       23.janúar 2017.         

Böðvar forseti setti fund kl.19:00 og bauð félaga velkomna.

Skýrslur bárust frá dagskrárnefnd, fjáröflunar- og styrktarnefnd, skemmtinefnd, afmælis- og heiðursgjafanefnd og Internet- og fjölmiðlatenglum.  Í  Skýrslu fjáröflunarnefndar kom fram að fjáraflanir haustsins gengu vel, bæði sviðaverkefnið, sælgætissalan og söfnun og afhending matarkarfanna. Alls voru vinnustundir félaganna 606. Og veittir styrkir að upphæð kr. 708 000.

Frá stjórn og nefndum: Ákveðið að með konudagsblómunum verði konfektkassi og allur pakkinn verði á kr. 4 500.

Næsta fundardag, 6.februar verður Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi heimsóttur. Fundurinn þar hefst kl.19:00 á verður í Görðum.  Félagar sameinist í einkabílum.

Önnur mál. Böðvar forseti kynnti gagnageymslu til framtíðar í skýi hjá Google. Hann hefði stofnað eitt ský fyrir almenn gögn og eitt fyrir stjórnina. Ætlar að semja leiðbeiningar fyrir félaga og senda okkur. 

Haraldur kvaðst hafa sent öllum stefnumótun klúbbsins 2012 – 2017 og bað menn um að lesa og gera athugasemdir svo gera megi nýja fyrir næstu ár.                

       Bernharð sagði sögu um hvers vegna líffæraskipan mannsins væri eins          og hún er.

Jón Jakob siðameistari taldi sig hafa forsendur til einhverra sekta en vildi láta okkur njóta góðmennsku sinnar og sekta engan enda hefði fundurinn farið vel fram

Fundi slitið kl.20:40.