Almennur fundur fyrirlesari og silfurstjarna

14.01.2017

Almennur fundur Jörfa 9.janúar 2017

Böðvar forseti kynnti fyrirlesarann, Kristínu Lindu Jónsdóttur sálfræðing .  Hún væri sveitastúlka úr Fnjóskadalnum síðar kúabóndi í mörg ár sem fór síðan að læra sálfræði og væri nú ritstjóri og sjálfstætt starfandi sálfræðingur.

Kristín Linda kvaðst halda fyrirlestra hjá félögum og á starfsmannafundum um listina að lifa.  Þeir byggðust á hugrænni atferlismeðferð, HAM, og jákvæðri sálfræði.  Markmiðið væri að fá fólk til að skoða og taka ábyrgð á sjálfum sér og sínu hugarástandi.  Mikilvægt að skoða sinn eigin lífsstíl,  gera áætlanir um hvernig hverjum degi skuli  mætt.  Gera sér dagskipulag.  Veita eigin líðan athygli og gefa henni einkunn. Hvenær hún er góð og hvenær ekki. Greina hvers vegna. Fækka erfiðu stundunum. Mikilvægt að gera sér dagamun, þó á eftirlaunum séu. Ekki láta alla daga vera eins. Einnig að finna sér krefjandi viðfangsefni sem þurfi einbeitingu við, helst eina klst. á dag.   Félagsleg samskipti mikilvæg, viðhalda félagslegri heilsu ekki síður en líkamlegri og andlegri.  Efla víðsýnina og beina athyglinni að góðu fréttunum.

Erindið vakti margar spurningar og góðar umræður.

Forseti þakkaði fyrir og færði Kristínu Lindu fána klúbbsins.

Frá stjórn og nefndum.  Forseti færði Gunnari Kvaran afmælisgjöf í tilefni af 70 ára afmælinu í nóvember.  Síðan kallaði hann Jóhannes L. Guðmundsson upp og heiðraði hann með silfurstjörnu Kiwanis fyrir langt og giftu drjúgt starf í Jörfa.

Myndir hér