Stjórnarskipti 2016
02.10.2016Áður en stjórnarskiptafundurinn hófst var efnt til fræðsluferðar um Álftanes. Farið var í rútu. Lagt af stað frá Prestastíg kl 17:30, síðan ekið að Húsgagnahöllinni og Mjódd og fólk tekið upp. Síðastur kom forsetinn, Sigursteinn og frú við afleggjarann að Bessastöðum og þótti vel við hæfi. Síðan ekið að Gestshúsum og Einar Ólafsson sem þar er fæddur og uppalinn. Hann lýsti siðan staðháttum og byggð á Álftanesi bæði fyrr og nú. Hann kom ekki tómhentur heldur færði ferðafólkinu bjór af sterkara taginu til hressingar. Verður að telja það harla óvenjulegt upphaf á leiðsögn. Eftir hafa skilað Einari til síns heima var ekið að Hliði þar sem upphaflega var áætlunin að hafa fundinn en húsnæðið var ekki tilbúið. Þar tók Jóhannes veitigamaður í Fjörukránni, en hann mun reka Hlið einnig, á móti okkur með meiri bjór og sýndi okkur svo staðinn og húsnæðið sem enn er í uppbyggingu. Þótti öllum staðurinn áhugaverður og fór svo að Böðvar verðandi forseti lagði inn pöntun fyrir jólafund Jörfa 9.des. Síðan var ekið sem leið lá í Fjörukrána. Rútan var á vegum félaga okkar Magnúsar Jóssonar og hafði hann bílstjóra á útleiðinni en ók svo hópnum heim að loknum fundi.
Sigursteinn Hjartarson forseti setti fund kl. 20:12 og bauð félaga og gesti velkomna.
Hann bað síðan Friðjón Hallgrímsson að taka við stjórn fundarins og sem var auðsótt mál og byrjaði fundarstjóri „einum léttum“ til að efla stemninguna áður en hann bað um skýrslu móttökunefndar.
Hafsteinn Elíasson sagði að 23 félagar væru mættir og 21 gestur.
Matarhlé. Aðalréttur var lambasteik með viðeigandi meðlæti og í eftirrétt var kökutvenna með kaffi.
Undir borðum voru veittar viðurkenningar Jörfa.
Guðjón K. Benediktsson er veitt silfurstjarna Kiwanis fyrir löng og farsæl störf fyrir klúbbinn. Hann hafði ekki tök á að vera viðstaddur og fær hann stjörnuna afhenta við fyrsta tækifæri. Valur Helgason varð 60 ára í sumar og fékk skjöld og gjafabréf frá klúbbnum. Pétur Sveinsson fyrirmyndarfélagi síðasta árs fékk afhentan eignarbikar en síðan afhenti hann, Baldri Árnasyni, farandbikarinn sem fyrirmyndarfélagi starfsársins 2015-16. Þá var fjórum félögum veitt viðurkenning fyrir 100 % mætingu, Friðriki Hafberg, Ingólfi Helgasyni, Friðjóni Hallgrímssyni og Jóni Jakob Jóhannessyni.
Þá var Hafsteini Sigmundssyni veitt viðurkenning fyrir frábær störf sem fulltrúi Jörfa við undirbúning og umsjón með Umdæmisþingi sem haldið var í Reykjavík s.l. vor.
Að loknu borðhaldi fékk Sigursteinn fráfarandi forseti orðið og þakkaði fyrir samstarfið síðastliðið starfsár og lagði áherslu á að Jörfi hefði haldið sínu striki í starfinu. Sagði að þó að Kári Stefánsson hefði sagt yfirvöldum „að hundskast“ til að standa sig heilbrigðismálum þá þyrfti ekki að nota slíkt orðbragð við Jörfamenn svo þeir kæmu sér að verki.
Stjórnarskipti: Fundarstjóri þakkaði forseta hans orð og störf og færði konu hans blóm en afhenti svo Ævari Breiðfjörð fyrrum umdæmisstjóra og Evrópuforseta stjórn fundarins og umsjón stjórnarskipta. Hann fékk þá Björn Úlfar og Jóhannes til aðstoðar við merkjaskrýðingar og gengu skiptin tiltölulega auðveldlega fyrir sig þar sem flestir stjórnarmenn halda áfram. Nýr forseti verður Böðvar Eggertsson og kjörforseti verður Bernharð Jóhannesson.
Nýkjörinn forseti, Böðvar Eggertsson, flutti ávarp og þakkaði fyrir þann heiður að vera treyst til að leiða klúbbinn næsta starfsár. Það myndi hann gera í góðri samvinnu við félagana og bað um leið um fá aðstoð og leiðbeiningar frá þeim. Einkunnarorð sínu væru „Njótum þess sem Er þegar það Er“. Að vera með í núinu, taka þátt, gefa af sér, vera virkur og njóta þess sem er, t.d. samveru okkar félaganna.
Að því loknu þakkaði hann fyrir kvöldið og sleit fundi kl. 22:35.