Almennur fundur í Kiwanisklúbbnum Jörfa mánudaginn 18.apríl 2016.

20.04.2016

Fyrirlesari kvöldsins var Snorri Baldursson líffræðingur frá Ytri-Tjörnum Í Eyjafirði.  Hann er doktor í líffræði og er nú um stundir formaður Landverndar. Gaf út 2014 bókina Lífríki Íslands sem er yfirlitsrit um lífríki Íslands, ríkulega myndskreytt með myndum höfundar.

Snorri flutti erindi, stutt myndefni, sem einkum snerist um hálendi Íslands þjóðlendur og stofnun þjóðgarðs þar.  Fjallað mest um jarðfræði landsins, sérkenni og myndunarsögu.  Einstakt væri hve margvísleg náttúrufyrirbrigði finndust  þar, jöklar með miklum skriðjöklum, mikil eldvirkni bæði undir jöklum og utan þeirra, hraun og eyðisandar, jökulár og tærar uppsprettulindir. Einhver mestu lindasvæði í heimi.  Hér væri að finna flest landmótunaröfl jarðarinnar. Eldstöðvar af mörgum gerðum og móberg sem væri tiltölulega fágætt í heiminum. Á landinu væru 40 eldstöðvakerfi og eldgos á 3ja til 5 ára fresti.  Gildi svæðisins í óbreyttri mynd væri því mikið. Mikil víðerni og fátt mannvirkja.  Væri kjörið til einveru fjarri skarkala heimsins.  Átök væru milli náttúruverndar, nýtingu á vatnsafli og háhitasvæðum og nú ferðamennsku. 

       Ýmsar spurningar komu frá félögum og sýndist sitt hverjum.

Myndir hér    

GHG