Stjórnarkjörsfundur Jörfa

08.04.2016

Stjórnarkjörsfundur Jörfa var haldinn helgina 2. - 3. apríl á Hótel Á í Hvítársíðu.

Lögðum af stað ásamt eiginkonum á laugardagsmorgun í rútu. Komum við hjá Steðja og fengum að smakka á bjórframleiðslunni  sem fór vel í mannskapinn .

Á Hótel Á var tekið vel á móti okkur með kaffi og heimabökuðu brauði .

Eftir hvíld tók gleðin við með góðum mat að sveitasið. Stjórnarkjörið fór fram með hefðbundnum hætti. Böðvar Eggertsson verðandi forseti sá um að kynna næstu stjórn og nefndir.

Fyrirlesari kvöldsins Snorri  Jóhannesson bóndi á Augastöðum sagði okkur allt um refi .

Jörfa happadrættið er engu líkt og gerði mikla lukku .

Mikil ánægja var með þessa ferð og var það samdóma ákvörðun hjá okkur félögum að endurtaka þetta að ári.