Jólafundur Jörfa

12.12.2015

Kiwanisklúbburinn Jörfi hélt jólafund sinn 11.desember í Norræna húsinu. Félagar, makar og aðrir gestir nutu þar frábærra veitinga og áttu skemmtilegt kvöld saman. Forseti Jörfa, Sigursteinn Hjartarson, sæmdi Kristján Finnsson gullstjörnu Styrktarsjóðs fyrir frábær störf í þágu Jörfa og eiginkonu hans voru færð blóm. Gestur fundarins var Sr. Þór Hauksson sem flutti jólahugvekju og svo skemmti  harmonikusnillingurinn Flemming Viðar Valmundarson viðstöddum. Fluttar voru jólasögur og farið með gamanmál.