Styrkveiting

03.11.2015

Mánudaginn 2.nóvember hélt Kiwanisklúbburinn Jörfi sinn 732.fund að Bíldshöfða 12.

Þetta var almennur fundur með fyrirlesara.

Friðrik Hafberg formaður fjáröflunar og styrktarnefndar Jörfa afhenti 250.000 króna styrk til kaupa á kennslugögnum fyrir Setur, sérdeild Suðurlands fyrir langveik börn og tók Kristín Björk Jóhannsdóttir deildarstjóri á Setrinu við styrknum og sagði frá starfsemi þar.

Kristín flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um starfsemina. Starf deildarinnar byggir á marghliða teymisvinnu sem hefur það að leiðarljósi að skapa aukna þekkingu og skilning til að mæta þörfum fatlaðra nemenda og fjölskyldna þeirra.Teymisvinna í Setrinu er mótuð í kringum samstarf  skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu. Ólík hlutverk mætast og sameinast í fjölskyldumiðaðri teymisvinnu.

Þess má geta að þessi upphæð var afrakstur af sviðasölu Jörfa nú fyrr í haust.

myndir hér

GHG