Styrkveiting
03.11.2015Mánudaginn 2.nóvember hélt Kiwanisklúbburinn Jörfi sinn 732.fund að Bíldshöfða 12.
Þetta var almennur fundur með fyrirlesara.
Friðrik Hafberg formaður fjáröflunar og styrktarnefndar Jörfa afhenti 250.000 króna styrk til kaupa á kennslugögnum fyrir Setur, sérdeild Suðurlands fyrir langveik börn og tók Kristín Björk Jóhannsdóttir deildarstjóri á Setrinu við styrknum og sagði frá starfsemi þar.
Kristín flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um starfsemina. Starf deildarinnar byggir á marghliða teymisvinnu sem hefur það að leiðarljósi að skapa aukna þekkingu og skilning til að mæta þörfum fatlaðra nemenda og fjölskyldna þeirra.Teymisvinna í Setrinu er mótuð í kringum samstarf skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu. Ólík hlutverk mætast og sameinast í fjölskyldumiðaðri teymisvinnu.
Þess má geta að þessi upphæð var afrakstur af sviðasölu Jörfa nú fyrr í haust.
GHG