Sviðaveisla 2015

17.10.2015

 Sviðaveisla Jörfa var haldin í dag  17.október. Jörfi  er ríkur af duglegum félögum sem vinna sviðin sjálfir frá grunni  og liggur mikil vinna í undirbúningi.  Í dag fengu  Jörfafélagar , eiginkonur  og stuðningsmenn  Jörfafélaga að bragða á herlegheitunum í Baðstofunni Prestastíg 7. 

 Friðjón Hallgrímsson bauð gesti velkomna og var hann í góðum gír eins og ævinlega. Það var samhljóma álit gesta  að vel hafi tekist til með þessa sviðaveislu. Jörfafélagar færa öllum er styrktu þetta bestu þakkir en ágóðinn rennur til Langveikra barna.

Þessir heiðursmenn báru þungann af sviðaveislunni í ár. Svanberg

Jón Jakob,Friðrik og Kristján