Stjórnarskipti í Jörfa og nýr félagi.

04.10.2015

Laugardaginn 3.okt.2015 var stjórnarskiptafundur í Jörfa.Fundurinn var haldinn í Háteigi á Grand Hótel. Hófst hann með fordrykk og borðhaldi. Hafsteinn Sigmundsson var fundarstjóri. Að venju voru veittar viðurkenningar. Þeir heiðursmenn  Haraldur, Jón Jakob, Friðjón og Baldur fengu viðurkenningu fyrir 100% mætingu. Fyrirmyndarfélagi var útnefndur  fyrir valinu að þessu sinni var Pétur Sveinsson. Friðrik E.Hafberg var sæmdur gullstjörnu fyrir frábær störfí þágu klúbbsins. Tekinn var inn nýr félagi í Jörfa Ólafur Einarsson og sá Haraldur B.Finnsson um þá athöfn .  Forseti Friðjón Hallgrímsson fór yfir liðið starfsár. Svæðisstjóri Ólafur Sveinsson setti menn síðan í embætti með aðstoð Haraldar B.Finnssonar og Hafsteins Elíassonar.

Stjórn Jörfa 2015-16:

Forseti: Sigursteinn Hjartarson

Kjörforseti: Böðvar Eggertsson

Ritari: Haraldur B. Finnsson

Féhirðir: Baldur Árnason

Fráfarandi forseti: Friðjón Hallgrímsson

Meðstjórnendur: Friðrik E.Hafberg, Hafsteinn Elíasson, Hafsteinn Sigmundsson, Jón Jakob Jóhannesson og Pétur Sveinsson.

 

Að þessu loknu tók nýr forseti Sigursteinn Hjartarson við fundarstjórn og þakkaði fyrir traustið sem félagar hans sýndu honum. Fundi slitið kl. 22.30

 

GHG

 

Myndir hér