40 ára afmælisfundur
16.04.2015Fundur nr.726 sem var 40 ára afmælisfundur í Kiwanisklúbbnum Jörfa var haldinn laugardardaginn 18. apríl 2015 að Bíldshöfða 12 og framhaldið á Grand Hótel.
Á Bíldshöfðann mættu 22 félagar og 21 gestur. Forseti bauð félaga og gesti velkomna til afmælishátíðar. Ævar rifjaði síðan upp sögu Jörfa . Fjórir stofnfélagar eru enn í Jörfa. Þeir eru Bragi Stefánsson, Þórarinn Gunnarsson, Jón Þór Ragnarsson og Ævar Breiðfjörð. Ævar afhenti viðurkenningar ásamt umdæmistjóra þakkarskjal í ramma til Jörfafélaga sem eru búnir að vera styttra en 25 ár í klúbbnum.
Umdæmistjóri tók til máls og saði frá hjálmaverkefninu. Síðan afhendi hann forseta Jörfa áritaðan platta með kveðju frá umdæminu. Kjörforseti Heklu Birgir Benediktsson afhendi forseta gjafabréf í nafni Jörfa að til styrktar Umhyggju.
Sigmundur Tómasson frá Elliða afhenti í nafni Jörfa gjafabréf til Umhyggju. Frá Dyngju kom Anna Kristín og afhenti gjafabréf í nafni Jörfa til Vinarsetursins. Vinasetrið er heimili fyrir börn og unglinga sem þurfa á stuðningsfjölskyldum að halda að mati forráðamanna, félagsþjónustu og barnavendar. Svæðistjóri tók til máls og óskaði Jörfa til hamingju með 40 ára afmælið. Ásmundur forseti Kötlu afhenti Jörfa áritaða gestabók.
Jörfa félögum sem hafa verið 25 ár eða lengur í Kiwanis hreyfingunni var afhent innrammað skjal frá heimsumdæmi Kiwanis. Það eru þeir félagar Bragi, Guðmundur Helgi, Guðmundur Karl, Hafsteinn S. Jóhannes L. Jón Þór, Kristján, Leifur og Ævar. Fjarstaddir voru Bernhard, Már, Þórarinn og Björgvin. Ævar þakkaði séstaklega eiginkonum fyrir öll árin og samveruna í Jörfa.
Forseti þakkaði gestum fyrir komuna og frestaði fundi til kl.19/30 en þá hófst borðhald á Grand Hótel. Eftir fordrykk var fundi síðan fram haldið. Forseti hélt uppi stemningu undir borðhaldi eins og honum einum er lagið. Haraldur Finnsson, Ingi Viðar og Björn Úlfar sáu einnig um að skemmta okkur.
Áfram Jörfi. Allt er fertugum fært.