Fjölskyldufundur Jörfa sem jafnframt var fundur númer 716 var haldinn 17 nóvember í Kiwanissalnum að Bíldshöfða 12
Þarna mættu 23 félagar og 34 gestir.
Aðal ræðumaður kvöldsins var Helena Gunnarsdóttir frá menntasviði Háskóla Íslands og ræddi um:
Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun
Um er að ræða námsleið við námsbraut í þroskaþjálfafræði og er námið einstaklingsmiðað starfstengt nám þar sem nemendur fá stuðning í bóklegu námi sem og á vettvangi. Námið er skipulagt í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun, mannréttindasáttmála sem og stefnu Háskóla Íslands.
Tilgangur námsins er að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátttöku.
Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa eins og til dæmis í skólum, leikskólum, félagsmiðstöðvum, bókasöfnum og á þeim vettvangi sem fatlað fólk sækir þjónustu.
Á fundinum lýstu 3 nemendur náminu.
Þetta ver skemmtilegur fundur og fróðlegur.
Myndir hér
GHG