Stjórnarskipti í Jörfa og nýr félagi.

12.10.2014
 713.fundur Jörfa stjórnarskiptafundur haldinn laugardaginn 11.október 2014 á veitingahúsinu Rúbín í Öskjuhlíð.
Dagskráin var hefðbundin. Fundarstjóri var Haraldur Finnsson. Við misstum tvo félaga á árinu þá Guðmund Jónsson og Bjargmund Sigurjónsson og var þeirra minnst.  Fráfarandi forseti Baldur Árnason veiti viðurkenningar. Fyrirmyndarfélagi var útnefndur og fyrir valinu að þessu sinni var Friðrik Hafberg.  
Hafsteini Sigmundssyni var veitt gullstjarnan fyrir störf í Jörfa og Kíwanishreyfingunni. Verðandi forseti Friðjón Hallgrímsson tók inn nýjan félaga í Jörfa  Hafstein Elíasson en þess má geta að Hafsteinn er barnabarn Hafsteins Sigmundssonar. Eiginkona Hafsteins  Elíassonar er Svanlaug Erla Einarsdóttir en hún söng fyrir okkur nokkur lög. Stjórnarskipti fóru fram en Dröfn Sveinsdóttir f.v. umdæmisstjóri sá um þau.

Myndir hér 

GHG