Stjórnarkjör Jörfa, félagafjölgun og Jörfagleði

30.03.2014

 Með sól í hjarta og sól í sinni mættu Jörfafélagar í rútuna. Stefnan var tekin á Akranes þar sem Leifur Ásgrímsson sagði okkur frá heimahögunum. Safnið að Görðum var skoðað undir leiðsögn. Eftir að Jörfafélagar höfðu gætt sér á kleinum og kaffi var haldið í Borgarfjörðinn að Hótel Á í Hvítársíðu.

Þegar  félagar höfðu komið sér fyrir á hótelinu var haldinn  létt fundur að hætti Jörfamanna. Um kvöldið var stjórnarkjörsfundurinn þar sem boðið  var upp á þriggja rétta máltíð. Fyrirlesari kvöldsins var  Bjarni Guðmundsson frá Hvanneyri. Friðjón Hallgrímsson kynnti næstu stjórn og nefndir Jörfa. Jörfafélagar eignuðust góðan félaga  þar sem Böðvar Eggertsson var tekinn inn í klúbbinn.
Þetta var góð skemmtun í góðum félagsskap.   
                                                                                     

Myndir hér

 

GHG