Jólastuðningur Kiwanisklúbbsinns Jörfa í Árbæ.

23.12.2013
Það er venja félaga í Kiwanisklúbbnum Jörfa í Árbæ, að leita til fyrirtækja um samvinnu við að styðja við bakið á þeim sem minna mega sín nú fyrir jólin. Úthlutun á matarkassa er í samvinnu við sr. Þór Hauksson sóknarprests í Árbæjarkirkju.
Eftirtalin fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt í þessu styrktarverkefni , Vífilfell, Norðlenska, Ora, MS, Rekstrarvörur, Ísfugl, Nói – Sírius, O. Johnson & Kaaber, Gæðabakstur, Harðfisksalan og Matvæladreifing. Fá þau bestu þakkir fyrir.


 Kiwanisfélagar sjá um að skipta vörunum bróðurlega niður eftir fjölskyldustærðum og aka þessu vörum til við takenda.

Þeir sem bera hitann og þungann af jólastuðningsverkefninu hjá Kiwanisklúbbnum Jörfa, f,v, Jón Jakob Jóhannesson, Friðrik Hafberg og Hafsteinn Sigmundsson


Kiwanisklúbburinn Jörfi óskar öllu Kiwanisfólki nær og fjær og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla með þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.