Jólafundur Jörfa

14.12.2013
Jólafundur Jörfa var haldinn á Hótel Park Inn 13.des. með þessu fína jólahlaðborði.
Sr. Þór Hauksson prestur í Árbæjarkirkju var gestur okkar eins og venjulega. Þarna skemmttu okkur krakkar með tónlistaratriði frá Suzuki Tónlistarskólanum alveg frábærir krakkar með fiðlurnar sínar flott atriði hjá þeim. Svo las Bjarki Karlsson upp úr sinni ljóðabók sem vakti mikla lukku allavega keyptu félagarnir í bókina stykkjatali af honum.
 Svo var hugarleikfimi sem var að maður átti að finna út úr setningum mannanöfn þetta reyndist hin mesta þraut sem vakti mikla kátínu og konurnar voru seigari að leysa þessa þrautir alla vega á okkar borði. Svo hélt sr. Þór jólahugvekju og kom okkur inn í jólin. Svo þjónaði okkur til borðs Lára Árnadóttir dóttir fyrrum stofnfélaga Árna heitins Guðmundssonar sem var alger tilviljun. þetta var alveg frábært kvöld eins og alltaf hjá okkur Jörfafélögum. Gullkorn fundarins var: Það besta sem þú eyðir í barnið þitt er tími.

Jón Jakob.