Almmenur fundur Jörfa

03.12.2013
 2.des.2013 var almennur fundur haldinn í Kiwanisklúbbnum Jörfa

Fyrirlesari var Eyþór Eðvarðsson sem sagði frá einstakri ferð hans og félaga á árabát frá Kristiansand í Noregi fyrst með suðurströndinni en síðan þvert yfir Norðursjóinn til Orkneyja og þaðan til Færeyja samtals 440 sjó mílur. Þetta er í fyrsta sinn sem þessu leið er farin á bát sem eingöngu er knúinn árum.  Ferðinni er heitið til Íslands næsta sumar ef veður leyfir.  Báturinn er sér smíðaður og afar vel búinn öllum  öryggistækjum.  Hann var skírður Auður í höfuðið á landnámskonunni Auði djúpúðgu sem einmitt sigldi frá Skotlandi til Íslands.
 
 Þeir félagar lögðu mikla áherslu á að kynna ferðir forfeðranna,  tengsl og sameiginlega sögu þessara landa sem fyrst og fremst er kunn af sögunum sem Íslendingar skráðu eins og Heimskringlu, Orkneyingasögu og Færeyingasögu.  Vöktu þeir mikla athygli hvar sem þeir komu og hlutu höfðinglegar móttökur.  Róðurinn reyndist mikil þrekraun enda farið um  hafsvæði sem eru alræmd fyrir illviðri, strauma og stórsjói.  En bátur og ræðarar stóðust álagið þrátt fyrir ýmis áföll og sérlega slæma tíð og nú stefna þeir ótrauðir á að ljúka ferðinni til Íslands næsta sumar. 

Á fundinn mættu tíu góðir gestir frá Sólborgu í Hafnarfirði með forsetann,  Sigrúnu Sigurðardóttur og Dröfn Sveinsdóttur umdæmisstjóra í broddi fylkingar.   Er mál manna að Jörfamenn hafi ekki verið svo léttstigir og glaðir lengi. 

 

Myndir