Jörfafélagar pakka Jólasælgæti
11.11.2013Kassinn kostar kr. 5.000
Í Kiwanisklúbbnum Jörfa eru 33 félagar sem vinna saman í anda Kiwanishreyfingarinnar. Helstu fjáraflanir Jörfa eru sviðaveisla í október, þar sem ágóði rennur til Umhyggju, félags til styrktar langveikum börnum, sala á þessum salgætiskössum nú fyrir jólin og blómasala með útkeyrslu á konudaginn.
Styrkveitingar á síðasta starfsári voru alls rúmlega ein milljón króna. Auk Umhyggju veitti Jörfi einstaklingum og stofnunum styrki. Jörfi tekur þátt í alheimsverkefni Kiwanis og UNICEF til að útrýma stífkrampa. Þá voru gefnar 13 matarkörfur fyrir jólin til þurfandi fjölskylda í Árbæjarsókn. Jörfi er auk þessa með þrjú börn í fóstri í barnaþorpum SOS, Í El Salvador, á Haítí og á Indlandi..
Jörfi heldur úti öflugri og lifandi heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með starfsemi klúbbsins, skoða myndir, eða hafa samband.