Fundur no. 700 Fjölskyldufundur

05.11.2013
Eins og vanalega var fjölskyldufundurinn með fyrirlesara sem 
höfðar til barna og foreldra. Framkvæmdastjóri og fræðslufulltrúi
Maritafræðslunnar  Magnús Stefánsson hélt fyrirlestur um skaðsemi áfengis og fíkniefna.Mjög góð mæting var á fundinn  og mikill áhugi á efni fundarins. Áhugaverður fyrirlesari kom þessu efni vel til skila. 

 Hvaðan kemur nafnið Marita?​ Maríta var norsk stúlka sem lést af völdum eiturlyfja 23 ára gömul. Hverjir standa að Marita-fræðslunni?​  Forvarnarfélagið "Hættu áður en þú byrjar" er samstarfsverkefni á milli IOGT á Íslandi og Samhjálpar. Aðalverkefni er svokölluð Maritafræðslan sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna.