Fjölskyldufundur Jörfa 4.nóvember n.k.

24.10.2013

Framkvæmdastjóri og fræðslufulltrúi Maritafræðslunnar  Magnús Stefánsson heldur fyrirlestur. Hvaðan kemur nafnið Marita?​ Maríta var norsk stúlka sem lést af völdum eiturlyfja 23 ára gömul. Hverjir standa að Marita-fræðslunni?​  Forvarnarfélagið "Hættu áður en þú byrjar" er samstarfsverkefni á milli IOGT á Íslandi og Samhjálpar. Aðalverkefni er svokölluð Maritafræðslan sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna.

 

 

 
 Starfið hefur verið í gangi síðan árið 1998 en Magnús Stefánsson tók við Marita árið 2000 og hefur það verið í sífelldri uppbyggingu og þróun síðan. Fyrir hverja er Marita-fræðslan? Fyrir framhaldsskóla, grunnskóla, foreldra, starfsmenn fyrirtæka , starfsmenn í menntastofnunum, íþróttafélög / þjálfara og alla sem vilja fræðast um forvarnir gegn fíkniefnaneyslu og einkenni.