Sviðaveisla Jörfa 2013

07.10.2013
 Laugardaginn 5.október hélt Jörfi sína árlegu sviðaveislu á Broadway. Áður en veislan hófst léku Jörfafélagarnir Gunnar Kvaran og Friðjón Hallgrímsson á harmonikkur, en Friðjón var einnig veislustjóri og reytti af sér brandarana.  Eftir að fólk hafði gætt sér á heitum og köldum sviðum, sviðasultu og meðlæti  var komið að ræðumanni dagsins, Óla Þ. Guðbjartssyni, f.v. ráðherra og alþingismanni sem sagði okkur frá lífshlaupi Bobby Fischers og Bobby Fischer setrinu á Selfossi, kom þar margt fram sem menn vissu ekki áður. Að venju var svo happadrætti þar sem dregið var úr aðgöngumiðum. Það voru um 170 manns sem yfirgáfu Broasdway saddir og sælir.