Sumarhátíð Jörfa í Nesi vel afstaðin í góðum félagsskap og þokkalegu veðri. Fínn undirbúningur nefndarinnar undir forystu Friðjóns ,sem fór einnig á kostum í sagnalist og tónlistarflutningi. Föstudagssúpan frábær hjá Guðnýju og kryddsérfræðingar klúbbsins fóru á kostum við að krydda lærin sem síðan voru grilluð af kúnst. Algjört sælgæti.
Því miður misstu alltof margir af þessari góðu hátíð. Aðeins 7 félagar gistu en 4 bættust við í kvöldverðinn. Gestir á ýmsum aldri nálguðust 20.
(Haraldur Finnsson)