Þann 06.06.2013 mættu Jörfafélagar í Heiðmörk til að taka til hendinni í reitnum okkar þar. Það var gott veður, hlýtt og þurrt og sólin lét meira að segja sjá sig. Það mættu 14 félagar, makar og börn, þannig að þetta voru um 30 manns. Ekkert var gróðursett þetta árið, farið var í að hreinsa og grisja og hlú að litlu plöntunum sem settar hafa verið niður síðustu ár. Að venju voru svo grillaðar pylsur og héldu menn saddir og ánægðir til síns heima.