Félagsmálafundur

03.04.2013
Á félagsmálafundi í Kiwanisklúbbnum Jörfa 18.mars 2013 var fjallað um félagsstarfið og hvernig  ætti að stuðla að endurnýjun og fjölgun í klúbbnum og Kiwanishreyfingunni.  Umræðunni stjórnaði fulltrúi klúbbsins á fjölgunarráðstefnu umdæmisins og var umræðan óformleg, þannig að menn stigu ekki í pontu heldur tjáðu sig úr sætum.  Stjórnandinn  lagði fram skriflegar  spurningar til að gera umræðurnar  markvissari.  Spruttu af þessu mjög líflegar umræður þar sem langflestir fundarmanna tjáðu sig.

Ákveðið var að á næsta fundi kæmu félagsmenn með skrifleg svör við spurningunum og einnig hugmyndir  sem þeir vildu koma á framfæri varðandi þetta málefni.  Spurningarnar voru eftirfarandi:

Hvað finnst þér um starfið í klúbbnum ?  Hvað heldur þér í honum ?

Hverju vildir þú breyta ?  Hvað finnst þér að mætti missa sig ? Hvað vantar ?

Hvernig eigum við að endurnýja/fjölga í klúbbnum ? Eða eigum við ekkert að hafa áhyggjur af því ?

Hugsaðu þér að þú sért að reyna að fá kunningja þinn í klúbbinn. Hvernig rökstyður þú að hann eigi að gera það ?

Eitthvað sem pirrar þig í núverandi starfi ?