Starfið hófst með stjórnarskiptafundi.Hátíðin var á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíðinni. Mættir voru 22 félagar og 23 gestir, þar á meðal umdæmisstjóri Hjördís Harðardóttir og maki hennar. Nýútkomnu félagatali með dagskrá næsta starfsárs var að venju dreift í upphafi fundar. Forseti sæmdi Bjargmund Sigurjónsson Silfurstjörnu fyrir frábær störf fyrir Jörfa.
Almennur fundur 22.okt. Ræðumaður kvöldsins var Jón Bernódusson frá Siglingastofnun rannsóknar og þróunarsviði. Ræddi hann um repju sem er orkujurt en Siglingastofnun vinnur að verkefni sem miðar að því að finna umhverfisvæna orkugjafa fyrir íslenska fiskiskipaflotann og gaf nýlega út skýrsla um stöðu verkefnisins. Jón fór vel yfir þær rannsóknir og tilraunir sem verið er að gera á þessu sviði og var þetta mjög fræðandi , skemmtilegt og fróðlegt erindi hjá honum.
Hin árlega sviðaveisla Jörfa var haldin 27.október á fyrsta degi vetrar. Jörfi er ríkur af duglegum félögum sem vinna sviðin sjálfir frá grunni og liggur mikil vinna í undirbúningi. Jörfafélagar , eiginkonur og stuðningsmenn Jörfafélaga fengu að bragða á herlegheitunum í Broadway við Ármúla þar sem mættir voru um 200 manns . Jörfafélagar færa öllum er styrktu þetta bestu þakkir en ágóðinn rennur til Langveikra barna.
11.nóv. mættu Jörfafélagar að Flugumýri 16 b.Mosfellsbæ og pökkuðu jólasælgæti í 520 kassa,vel var mætt og gekk þetta eins og í sögu, enda allur undirbúningur hjá fjáröflunar- og styrktarnefnd Jörfa til fyrirmyndar.
Það var almennur fundur hjá Kiwanisklúbbnum Jörfa 3.desember, fyrirlesari var Pétur Bjarnason fyrrum námstjóri hann fræddi okkur um sér íslenskan kynstofn sem kallast Vestfirðingar. Þetta var hinn fróðlegasti fyrirlestur.
Jörfi hélt jólafund sinn föstudaginn 14.desember í Ásbyrgi , sem er salur á Park-Inn hótelinu. Það var vel mætt að venju og um fimmtíu félagar, eiginkonur og gestir gæddu sér á réttum af frábæru jólahlaðborði og áttu saman ánægjulega kvöldstund. Gestir á fundinum voru fulltrúar frá Umhyggju og var þeim afhentur styrkur sem er ágóði af sviðaveislunni fyrsta vetrardag. Þá voru sr. Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæ og frú einnig gestir okkar og flutti sr. Þór okkur jólahugvekju.
Forseti Jörfa Gunnar Kvaran afhenti svo Jóni Jakob Jóhannessyni gullstjörnu styrktarsjóðs Kiwanis, en með því vill klúbburinn þakka Jóni mikið og gott starf í þágu Jörfa.
Í desember afhentu Jörfafélagar bágstöddum fjölskyldum í Árbæjarhverfi matarkörfur.
Fjölskyldufundur Jörfa var haldinn á Broadway 21.janúar 2013 Mæting var mjög góð og mikil fjölskyldustemmning. Fyrirlesari var Stefán Karl Stefánsson. Hann fór á kostum eins og honum einum er lagið.
Jörfi afhenti dagþjónustunni Lækjarás i iPad tölvu. Forseti Jörfa Gunnar Kvaran, formaður fjáröflunar og styrktarnefndar Pétur Sveinsson ásamt Baldri Árnasyni og Haraldi Finnssyni mættu þar og var vel tekið af starfsfólki og vistmönnum. Forstöðukona Lækjaráss Guðbjörg Haraldsdóttir sagði frá starfseminni og sýndi okkur staðinn. Lækjarás er dagþjónusta fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun og er einn af þeim stöðum sem Styrktarfélagið Ás rekur.
Mánudaginn 4.febrúar 2013.var félagsmálafundur með hefðbundinni dagskrá og skýrsluskilum nefndarformanna. Jörfafélagar tóku á móti nýjum félaga Njáli H Jóhannssyni og var hann boðinn velkominn í klúbbinn. Ævar Breiðfjörð sá um innsetninguna en meðmælendur Njáls voru þeir Gunnar Ó. Kvaran og Ingólfur Helgason.Þess má geta að svæðisstjóri Freyjusvæðis Snjólfur Fanndal sat fundinn og flutti Jörfafélögum fréttir frá Freyjusvæði og umdæminu.
Blómasala Jörfa á konudaginn ár hvert er ein af helstu fjáröflun klúbbsins en allur ágóði fer í styrktarsjóð.Ávinningurinn af þessu er ótvíræður; ánægðar (eigin)konur og fjárstyrkur til líknarmála.
Jörfi þakkar öllum þeim sem komu að þessu á einn eða annan hátt og sérstakar þakkir til þeirra er keyptu blómvönd hjá klúbbnum.