Jólafundur styrkveiting og gullstjarna

15.12.2012

 

Kiwanisklúbburinn Jörfi hélt jólafund sinn föstudaginn 14.desember í Ásbyrgi , sem er salur á Park-Inn hótelinu. Það var vel mætt að venju og um fimmtíu félagar, eiginkonur og gestir gæddu sér á réttum af frábæru jólahlaðborði og áttu saman ánægjulega kvöldstund . 

Gestir á fundinum voru fulltrúar frá Umhyggju og var þeim afhentur styrkur sem er ágóði af sviðaveislunni  fyrsta vetrardag. Þá voru sr. Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæ  og frú einnig gestir okkar og flutti sr. Þór okkur jólahugvekju. 

 

 Á næstunni munu svo Jörfafélagar afhenda bágstöddum fjölskyldum í Árbæjarhverfi matarkörfur.

Forseti Jörfa Gunnar Kvaran afhenti svo Jóni Jakob Jóhannessyni gullstjörnu styrktarsjóðs Kiwanis, en með því  vill klúbburinn þakka Jóni mikið og gott starf í þágu Jörfa, eiginkonu hans var svo færður blómvöndur.  Ingi Viðar Árnason fór með gamanmál og kveðskap og svo fengu allar konur „í skóinn“.