Sviðaveisla Jörfa 2012

27.10.2012
 Hin árlega sviðaveisla Jörfa var haldin í dag  27.október á fyrsta degi vetrar.Jörfi  er ríkur af duglegum félögum sem vinna sviðin sjálfir frá grunni  og liggur mikil vinna í undirbúningi.  Í dag fengu  Jörfafélagar , eiginkonur  og stuðningsmenn   Jörfafélaga  að bragða á herlegheitunum í  Broadway við Ármúla  þar sem mættir voru 200 manns . Forseti  Jörfa  Gunnar Ó. Kvaran setti veisluna og bauð alla velkomna  sérstaklega  kjörumdæmisstjóra Dröfn Sveinsdóttur. 
 
 
Veislustjóri   Friðjón Hallgrímsson var í góðum gír eins og ævinlega. Hjörtur   Þórarinsson tók til máls og sagði skemmtilega frá Fjalla Eyvindi sem hann hefur verið að skrá síðustu ár.
Það var samhljóma álit gesta  að vel hafi tekist til með þessa frábæru sviðaveislu. Jörfafélagar færa öllum er styrktu þetta bestu þakkir en ágóðinn rennur til Langveikra barna.

 

 

 

GHG