Sumarferð Jörfa 2012

13.08.2012
 Helgina 10.-12.ágúst fóru Jörfafélagar í sína árlegu  sumarútilegu ásamt fjölskyldum sínum. Haldið var að Nesi í Reykholtsdal . Á föstudagskvöldinu var sungið ,spjallað og borðuð dýrindis súpa. Á laugardeginum fóru áhugasamir  í gólf, farið var í  leiki við börnin og skemmtu sér allir vel saman.

 Jörfafélagar sáu sjálfir um mikla og góða grillveislu.Á boðstólnum var úrbeinað lambalæri með bökuðum kartöflum, sósu og salati. Borðhaldið fór fram í golfskálanum. Við erum svo lánssamir að hafa tvo frábæra harmonikkuleikara í klúbbnum sem sáu  um að halda uppi söng. Veðrið lék nú ekki við okkur en það var hlýtt en rigningarskúrir  það kom ekki að sök vegna þess að okkur dugar  sól í hjarta og góða skapið.

Þakkir til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn. Jörfafélagar vinna vel saman þegar  á þarf að halda.Svona ferð eflir innra starfið, þjappar okkur saman og gerir okkur hæfari til að hjálpa öðrum.

Myndir hér

 

GHG