Sumarferð Jörfa

07.08.2012
 SUMARFERР JÖRFA  

Sumarferðin verður farin að Nesi í Reykholtsdal. Þarna er aðstaða fyrir húsbíla (rafmagn) og draghýsi en einnig er gistiaðstaða í húsi. Þarna er 9 holu golfvöllur, veitingasala og heitur pottur.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, en hefur ekki verið  fast ákveðin.

Við reiknum með að fólk sé að koma á staðinn á föstudeginum og fram eftir kvöldi.

Súpa verður í boði eins og áður.

Við ætlum að grilla sjálfir á laugardeginum og borða saman í veitingasalnum.  Við reynum að hafa einhverja létta dagskrá undir borðhaldinu.

 

Matseðill: Grillað Lambalæri að hætti Jörfamann með bökuðum kartöflum og sósu. Grillaðir Jörfa borgarar (Ekta hamborgarar) pylsur fyrir börnin, salat að hætti  Jörfakvenna. Með þessu verður verður boðið upp á rauðvín. Gos fyrir börn og áfengislausa.

Fyrir allt þetta borgum við aðeins kr. 2.000 og frítt fyrir 14 ára og yngri.