Stjórnarkjörsfundur Jörfa haldinn í Ýmirshúsinu

09.05.2012
Fundurinn var haldinn 4.maí og hófst kl 19.30  Mættir  voru 21 félagi  ásamt eiginkonum.             
Pétur Sveinsson kynnti  stjórn klúbbsins fyrir starfsárið 2012-2013 Hafsteinn Sigmundsson féhirðir kynnti  fjárhagstöðu klúbbsins. Uppgjör á Engjateigi  11  er á næsta leiti að sögn Hafsteins. Ingólfur Helgason formaður skemmti  og ræktunarnefndar sagði frá  fyrirhugaðri  gróðursetningarferð  6.júní og sumarferðinni  að Nesi  10-12 ágúst.  Ævar Breiðfjörð  var heiðraður með Silfurstjörnunni  fyrir frábært starf í þágu klúbbsins. Þá var nokkrum eiginkonum  þeirra klúbbfélaga sem átt höfðu   stórafmæli á starfsárinu færðir blómvendir. Jörfafélagar og eiginkonur áttu gott kvöld saman.
 
GHG