Lög Kiwanisklúbbsins Jörfa.

28.04.2012
 Fundur nr.678 í Kiwanisklúbbnum Jörfa var haldinn í Glersalnum Salavegi 2 Kópavogi mánudaginn 23.apríl 2012. Þetta var hefðbundinn  félagsmálafundur og ýmis mál voru rædd.

Stöðugleiki og festa samfara lífi og hugmyndaauðgi lýsa Kiwanisklúbbnum Jörfa vel. Fastir liðir eru eins og venjulega; klúbbfundir, stjórnarfundir og störf nefnda. Flutningur frá Engjateigi 11 í Glersalinn við Salaveg í Kópavogi er afbrygði en þótt húsakinnin séu ný er veitingaviðurgjörningurinn sá sami því klúbburinn fékk inni hjá Sigurði sem var veitingamaður í Engjateigi 11 svo stöðugleikanum er við haldið.

 Það bar hæðst á þessum fundi að rædd voru lög klúbbsins sem laganefnd hafði unnið að í nokkurn tíma og höfðu verið kynnt  félögum. Umræðan var töluverð um þessi lög og eftir smá orðalagsbreytingar voru þau einróma samþykkt og félagar sammála að gefa þau út og birta á heimasíðu klúbbsins.

Með þessu hefur Kiwanisklúbburinn Jörfi samþykkt bæði vinnureglur og lög fyrir klúbbinn.

XIII. kafli.
Lagabreytingar
.

1. gr.
Breyta má lögum þessum með tveimur þriðju hlutum atkvæða félaga á almennum klúbbfundi, að því tilskildu, að breytingin brjóti ekki í bága við stofnskrá og lög Alþjóðasambands Kiwanis. Kynna skal tillögur um lagabreytingar tveimur  vikum fyrir fund. Kosning með umboði er ekki leyfileg.

2. gr.

Stjórnin setur með vinnureglu nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga. Vinnureglur skulu hljóta samþykki stjórnar og/eða félagsfundar Jörfa.


XIV. kafli.
Samþykki Alþjóðasambands Kiwanis.

1. gr.
Þessi lög og breytingar á þeim eða viðbætur við þau öðlast þegar gildi eftir samþykki félagsfundar Jörfa en skulu að auki öðlast formlegt  samþykki Alþjóðasambands Kiwanis innan eins árs frá samþykkt þeirra.

 

 

Lög þessi hlutu einróma samþykki félagsfundar Jörfa þann 23. apríl 2012.