Fréttir frá starfi Jörfa í vetur
07.01.2012Stjórnarskiptafundur Jörfa var haldinn laugardaginn 1.október í Ýmishúsinu við Skógarhlíð. Um 50 manns nutu góðra veitinga og áttu saman skemmtilega kvöldstund.
Á fyrsta fundi voru reikningar lagðir fram og samþykktir auk þess sem fjárhagsáætlun tímabilsins var samþykkt.
Hin árlega sviðaveisla Jörfa var haldin laugardaginn 22.okt. í Kiwanishúsinu Engjateigi 11 Þátttakan var mjög góð eða um 170 manns . Um 300 vinnustundir fóru í þetta verkefni hjá Jörfafélögum.
Fjölskyldufundur var haldinn í Kiwanishúsinu 31.október 2011 Mættu 22 félagar og 49 gestir. Fulltrúi frá Rauðakrossinum Þór Gíslason var með kynningu á starfsemi Rauðakrossins.
Mánudaginn 28.nóv. s.l. var félagsmálafundur með hefðbundinni dagskrá. Mættir voru 24 félagar og 2 gestir. Snjólfur Fanndal svæðisstjóri Freyjusvæðis og Sigurjón Pálsson svæðisstjóri Óðinssvæðis. Snjólfur sagði frá starfi klúbba í Freyjusvæði og frá síðustu svæðisráðstefnu. Sigurjón sagði frá starfinu í Óðinssvæði. Þess má geta að Sigurjón Pálsson er fyrrverandi félagi í Jörfa en þar hóf hann sinn feril í Kiwanis . Það var mjög ánægjulegt fyrir Jörfafélaga að fá Sigurjón og Snjólf í heimsókn.
Jörfafélagar pökkuðu sælgæti niður í 500 kassa til að selja fyrir jólin. Viðtökurnar voru frábærar. Kiwanisklúbburinn Jörfi vill þakka fyrir þessar frábæru viðtökur og stuðninginn. Í þetta fóru 330 vinnustundir og í styrktarsjóð komu 700.000 kr.
Jólafundur Jörfa var haldinn 16. des.2011 í Glersalnum Salavegi 2 Kópavogi. Friðjón Hallgrímsson var með upplestur. Séra Þór Hauksson flutti jólahugvekju eins og undanfarin ár. Kiwanisklúbburinn Jörfi færði Umhyggju félag langveikra barna 200.000 kr. styrk sem var ágóði af sviðaveislu Jörfa í haust. Hulda Guðmundsdóttir tók við styrknum fyrir hönd Umhyggju. Þá fékk Baldur Árnason silfurstjörnuna fyrir frábært starf fyrir Jörfa.
Rétt fyrir jólin afhentu svo Jörfafélagar 12 matarkörfur til bágstaddra fjölskyldna í Árbæjarhverfi fyrir að andvirði 280.þúsund.
Jörfafélagar óska að lokum öðrum Kiwanisfélögum og mökum þeirra gleði og gæfu á nýju ári og þakkar gott samstarf á liðnu ári.
GHG