Jólafundur Jörfa,styrkur og Silfurstjarna.

17.12.2011
Jólafundur Jörfa var haldinn 16. des.2011 í Glersalnum Salavegi 2 Kópavogi. Friðjón Hallgrímsson var með upplestur. Séra Þór Hauksson flutti jólahugvekju eins og undanfarin ár. Kiwanisklúbburinn Jörfi færði Umhyggju  félag langveikra barna styrk sem var ágóði af sviðaveislu Jörfa í haust.

 

Hulda Guðmundsdóttir tók við styrknum fyrir hönd Umhyggju. Þá fékk Baldur Árnason silfurstjörnuna fyrir frábært starf fyrir Jörfa og Kiwanishreyfinguna.

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu.

 

GHG